Nú stendur yfir könnun á þjónustu Árnastofnunar. Smelltu hér til að segja þitt álit. Loka
Notaðu * og _ sem algildisstafi. Dæmi: aðal* og ma_ur

Sveitin mín

Brávellir, brekkuhöll,
bláfell og klettafjöll
útskorin dölum og drögum.
Espihóll, áin blá,
engiland, móa-flá,
lundar í harðlendis högum.

Hækka upp vestrið við
víðlendis yfir mið
sólundir heiðblárra hæða.
Glaðviðris gróin ró
glóir um sumarskóg,
Varmár um víðidal þræða.

Hátt uppi hrika-fjöll
hetjast og blika öll
iðandi i árdegis hilling.
Óskýjuð austan sól
uppljómar dal og hól,
rjóðrar á grástakka gylling.

Sjónfögur sveitin mín,
sól þegar heitast skín
einn með þér gott er að ganga.
Hlær við mér hugsun ný,
hljóðlátt sem vaknar í
sérhverju dalverpi og dranga.

Þykist eg sama sjá
svipinn, og þekkja á
framdal og fjallbungu hvelfdri,
þann sem ber móðir mín
mjallhvít, hún systir þín!
Þú ert samt þroskaðri – eldri.

Einstök erindi í þessu kvæði.

1 færsla

Fyrsta lína / heitiHöfundur
Brávellir, brekkuhöllStephan G. Stephansson
00:00
00:00
Nánar um vefinaLoka
Árnastofnun notar Google Analytics til að greina umferð á þessum vef. Upplýsingarnar eru eingöngu notaðar til þess að þróa og bæta efni síðunnar.Nánar