Sveitin mín | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sveitin mín

Fyrsta ljóðlína:Brávellir, brekkuhöll
bls.149
Bragarháttur:Sekvensa
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1902
Brávellir, brekkuhöll,
bláfell og klettafjöll
útskorin dölum og drögum.
Espihóll, áin blá,
engiland, móa-flá,
lundar í harðlendis högum.

Hækka upp vestrið við
víðlendis yfir mið
sólundir heiðblárra hæða.
Glaðviðris gróin ró
glóir um sumarskóg,
Varmár um víðidal þræða.

Hátt uppi hrika-fjöll
hetjast og blika öll
iðandi i árdegis hilling.
Óskýjuð austan sól
uppljómar dal og hól,
rjóðrar á grástakka gylling.

Sjónfögur sveitin mín,
sól þegar heitast skín
einn með þér gott er að ganga.
Hlær við mér hugsun ný,
hljóðlátt sem vaknar í
sérhverju dalverpi og dranga.

Þykist eg sama sjá
svipinn, og þekkja á
framdal og fjallbungu hvelfdri,
þann sem ber móðir mín
mjallhvít, hún systir þín!
Þú ert samt þroskaðri – eldri.