Þvottakonan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þvottakonan

Fyrsta ljóðlína:Línið hún skolar við lindina í ró
bls.68
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og fimmkvætt aaaaO
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1888-1912
1.
Línið hún skolar við lindina í ró,
leiftrandi bjarmanum á hana sló.
Bjartara glampar í geðinu þó,
geislunum fegri þar minningin bjó.
Fagur var heimur en fegurra bjó hún í landi.
2.
Hrein er og loftgott við lindina þar,
loftið sig spegla og skýjanna far.
Indælli spegil þó augað hans var,
anda síns fann hún þar ljósasta svar.
Glampinn í auga hans öllu því bar af í heimi.
3.
Geislinn sig baðar í blátærri lind,
bjartari en það hún amt starir á mynd.
Er hún svo laðandi ástanna synd,
á það sér stað þessi konan sé blind?
Hlýtur hún skaða af hugarins indæla ljóma?