SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3064)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Svipdags sagaFyrsta ljóðlína:Hann tók sig upp heiman, með tólf menn í fylgd
Höfundur:Stephan G. Stephansson
bls.17
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1912
I.
Hann tók sig upp heiman, með tólf menn í fylgd hann Svipdagur konungur Svía, að Goðheimum leita um langræði bylgd – öll lönd vóru könnuð, öll höf vóru sigld, frá kveikingu morguns til kveldroða-skýja. Þeir hvíldu sig aldrei, í fimm ára ferð um Miðgarð frá enda til enda. Og innundir regnbogann gata var gerð, upp gnæfandi tinda við sjöstirnin kerfð, þar norðljósa-blikurnar blysunum henda. Þeir samfarar komu þó svo búnir heim, né gátu þeir Goðheima fundið – hann Svipdagur undi ei úrslitum þeim, í aðra ferð bjóst hann um náttstjarna-geim, og hugðist að kappsigla kveldmána-sundið. Í þrönglendu ríki hans steindrangur stóð, – sem hestasteinn gróinn í hlaði – við alfara-braut fyrir útfara-þjóð. Þeir Alsæll og Vesæll sér tróðu þá slóð – þar hinkraði förin, sem hik sé að vaði. Þá opnuðust snögglega óvæntar dyr, í þilið á blágrýtis-bergi, og út kom þar dauðinn, sem aldregi fyrr til annars sig hafði en að þegja sig kyrr – hann skreiddist fram, dulklæddur skuggsjá af dvergi. Hann mælti til konungsins: „Marki er náð! Kom, gakk þú í Goðheim hér inni!“ Hann Svipdagur hlýddi, og hafði það ráð, og hvarf undir steininn, þess varð ekki gáð – í átthögum létti hann leitinni sinni. II. En hafi þér gefist að gleymast frá þér í verki, eða vel gerðri bögu, og grípi þig frændsemi alls þess sem er, þú opnaðir Goðheim og veizt hvernig fer: og hugsar, á legsteinum, Svipdag í sögu. |