Ráðlegging | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ráðlegging

Fyrsta ljóðlína:Ætlirða að vera
bls.54
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) tvíkvætt AABCCB
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:12. maí 1853
1.
Ætlirðu að vera,
áttu ekki að bera
angur og kvíða,
en viljirðu fara,
vertu ekki að hjara
í vesöld og bíða.
2.
Viljirðu tóra
vertu ekki að slóra
á vondimmum brautum,
en viljirðu deyja
vertu ekki að teygja
úr volæði og þrautum.
3.
Ég læt svona flakka
og láninu þakka
að lífið mitt treinist.
Krummarnir hlakka
og hel undir bakka
hægfara leynist.