Útreiðar-dagur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Útreiðar-dagur

Fyrsta ljóðlína:Hestalykt við hrossarétt
bls.132
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDDc
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Hestalykt við hrossarétt!
Heilbrigð kæla. – Morgunn fagur.
Sól í austri. – Sunnudagur.
Ferðaveður. – Loftið létt.
Leið til fjalla. – Leggjum á.
Látum svo í hnakk hvern tösku,
og í hverja eina flösku.
Fleyg í barminn. – Förum þá!
2.
Fram í hópi hleypum við.
Hófasláttur. – Götur duna.
Fákur hver vill fram úr bruna.
Hver við annars keppir hlið.
Geysast fram með gleðibrag;
gatna láta tóna-strengi
títt af hófum lostna lengi
óma fjörugt ferða lag.
3.
Uppi’ í hlíð við hnjúk skal áð;
hnökkum sprett af, leyst frá tösku;
tekinn gylltur tappi’ úr flösku.
Víðsýnt yfir lög og láð!
Þína, himinn skýlaus, skál!
Skál þín, bjarti heiða-salur!
Skál þín, fagri fjalla-dalur!
Heiðablóm, þín heillaskál!
3.
Sólargyðju sigurskál!
Svona’ á lífið alt að vera.
Enginn hryggð né búksorg bera.
Njóti gleði sérhver sál!
Þrúðgi hnjúkur, þína skál!
þessi fagri sunnudagur
lifi’ í minning ljós og fagur!
Drekkum landsins dísa skál!