Vertu sæll | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vertu sæll

Fyrsta ljóðlína:Sólin rís að morgni
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Sólin rís að morgni
og síðar deyr í haf
slíka leið, er kvöldar, allir halda
góðir vinir hittast
og heillast láta af
huldumáli Fróns og niði alda.
2.
Þú lagðir rækt við tunguna
ljós var hugur þinn
þjóðarandi stýrði verki þínu
landið sem þú unnir
og lærðir af um sinn
leggur þig nú hægt að brjósti sínu.