Friðrikskveðja | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Friðrikskveðja

Fyrsta ljóðlína:Líta hér lýður mátt
Viðm.ártal:≈ 0
1. Líta hér lýður mátt
lífs hvar eg enti skeið,
þú dauðans einnin átt
innan skamms ganga leið.
Bón minnar andar er
ei fetir sporin mín,
viðvörun verði þér,
vandist svo hegðun þín.

2. Vakandi veri hvör
vel meðan endist sér,
glæpanna eitruð ör
ei nái stað hjá þér.
Dauðans sárbeitta sigð
sannlega alla slær,
enginn um alheims byggð
undan því sloppið fær.

3. Þar um æ þenkja ber,
þessa heims tæp er vist,
lífernisháttur hér
helst þar við lagfærist.
Menn drýgja margan brest,
má því vel hvör iðrast,
eilíf náð unn þú best,
öllum að leiðréttast.