Aumt er einlífi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Aumt er einlífi

Fyrsta ljóðlína:Leit eg yfir landsins sumarblóma
bls.73
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fimmkvætt:AbAbCCdd
Viðm.ártal:≈ 1825
Leit eg yfir landsins sumarblóma,
leiðindi mér foldar skrautið bjó;
las eg í tómi lærða merkisdóma,
lærdómsiðn mér samt ei veitti ró.
Hvar er gleði hér á jörð að finna? –
Hjörtum í sem ástir saman tvinna.
Hvar er blíða hjartað sem eg á
að hugga mig, og þar við gleði ná?