Þótt vonir bregðist margar mér | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þótt vonir bregðist margar mér

Fyrsta ljóðlína:Þótt vonir bregðist margar mér
bls.404
Bragarháttur:Aukin ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 0
Þótt vonir bregðist margar mér
Lag: Sá frjáls við lögmál fæddur er

1.
Þótt vonir bregðist margar mér
og mæðu við ég búi,
mín von um Drottins vernd ei þver.
Ég veit á hvern ég trúi.
2.
Þótt vinir fækki veröld í
og við mér baki snúi,
ég vinarlaus ei verð af því.
Ég veit á hvern ég trúi.
3.
Þótt óvirðing í heimi hér
mér háð og rógur búi,
mín vegsemd Drottins vinsemd er.
Ég veit á hvern ég trúi.
4.
Þótt heilsu mína særi sótt
og sigri þrekið lúi,
Guðs náð mér veikum veitir þrótt.
Ég veit á hvern ég trúi.
5.
Þótt sektin liggi sárt á mér
og synda minna grúi,
ei horfin vægðarvonin er.
Ég veit á hvern ég trúi.
6.
Þótt dauðinn bregði beittri sigð
og brátt að mér hann snúi,
ei voði sá mér veitir hryggð.
Ég veit á hvern ég trúi.