Næturkyrrð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Næturkyrrð

Fyrsta ljóðlína:Ganga gullfætt
Höfundur:Heine, Heinrich
bls.173-172
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ganga gullfætt
um götur bláar
og læðast léttfætt
ljósin uppsala.
Varast smástjörnur
að vekja sofandi
foldina fögru
faðmi nætur í.
2.
Hlustar hinn dimmi
Dalaskógur,
öll eru blöð hans
eyru grænlituð.
Sefur nú Selfjall
og svarta teygir
skuggafingur
af Skeiðum fram.
3.
Hvað er það eg heyri?
Hljómur ástfagur
og blíðmælt bergmál
í brjóti mínu.
Eru það orð
unnustu minnar
eður sælla
söngfugla kvak?