Eftir Steindór Philip Sivertsen | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eftir Steindór Philip Sivertsen

Fyrsta ljóðlína:Brostin voru augu
bls.131
Viðm.ártal:≈ 1825–1850
Tímasetning:1827
Eftir Steindór Philip Sivertsen
- Fæddur 2. nóvember 1826, dáinn 7. júlí 1827 -

1.
Brostin voru augu,
þó var blíða á kinnum,
saklaust brjóst
sofið lá í dúni;
blíðu grét móðir,
björt augu faðir,
sakleysis bæði;
svo skal barn gráta.
2.
En lítill engill
leið á skýjum
röðuls nýrisins,
reifaður gullblænum.
Andliti blíðu, björtum augum,
fríðan breiddi faðm
mót föður ljósa.