Sólarljóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sólarljóð

Fyrsta ljóðlína:Sól það sagð
bls.57–58
Bragarháttur:Ljóðaháttur
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1823
1.
Sól það sagði,
var á sjónhvörfum,
og sneri tómlega taumum:
"Margt er í moldu,
margt er á foldu,
margan hef eg geislum glatt".
2.
„Á eg í heimi
óvini tvo,
leiða lifendum;
kulda og myrkri
kveð eg mér ekkert vera
hvimleiðara í heimi.“
3.
„Harður er Hræsvelgur,
en eg hann hlýjum læt
lúðan ljóss-stöfum;
Hrímfaxa læt eg
í heiðardæld
dökkvan uppi daga.“
4.
„Þá er vel vegið,
er eg vegið fæ
á sól-fjendum sigur;
svo mér um bauð,
svo mig um bjó
faðir lífs og ljóss.“
5.
Snerist dag-kerra
undir dags-móður
nýt á norður-vega;
fögnuðu dagsmegir,
og fegnir báðu
sólu rennandi sigurs.