Múks kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Múks kvæði

Fyrsta ljóðlína:Múkurinn gekk um stræti
bls.348–349
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sjá nánar: Íslenzk fornkvæði – Islandske folkeviser V
udgivet af Jón Helgason
Köbenhavn 1965, bls. 173–175.
1.
Múkurinn gekk um stræti,
heyrið hér,
hafði engin æti
sem oft til ber.
Þar krókur mætir bragði fallega fer.

2.
Múkurinn matarfúsi
gekk svo hús af húsi.
3.
Alls staðar hann sníkti,
í honum hungrið hrikti.
4.
Hann kom í harðan skóla,
langan dag varð róla.
5.
Gegnum borgina alla
vesæll varð að lalla.
6.
Litla rífð þar reyndi,
engi honum beindi.
7.
Múkur í matarskorti
gekk að klukknaporti.
8.
Hann þóttist kominn í hrukku,
fór og hringdi klukku.
9.
Prestur var þar nærri,
spyr hvör dauður væri.
10.
Múkurinn magri ansar:
„Allan mig nú stansar.
11.
Eg held þann dauðan vera
sem vanur er gott að gera.
12.
Kærleikur er allt genginn
hér fæst ölmusa engi.“
13.
Þá múkurinn hringdi ei lengur,
klerkur að klukkum gengur.
14.
Þetta eru engin ýki,
hann hringdi sem fyrir líki.
15.
Kallar á djákna fróða:
„Syngjum yfir þeim dauða.“
16.
Þá spyr múkurinn snauði:
„Hvör er sá hinn dauði“
sem meinið þér?“

17.
Klerkurinn múknum ansar:
„Allan mig nú stansar.
18.
Þol þitt þrotið að hörku
komið er dautt til kirkju.
19.
Yfir þér á að syngja,
því fór eg að hringja
sem verðugt er.“

20.
Múksins mælgi þagnar,
soltinn burtu dragnar,
hann innan sker.

21.
Lötraði lasinn af pínu
heim að klaustri sínu
og upp sig ber.

22.
Hrumur og hungurmorða,
heyrið hér,
bað að láta borða,
og bjarga [sér].
Þar krókur mætir bragði fallega fer.