Vorkvæði harpa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorkvæði harpa

Fyrsta ljóðlína:Bráðum kemur harpa / í varpa / með vorið
bls.120–121
Viðm.ártal:≈ 0
Bráðum kemur harpa
í varpa
með vorið,
vinarhönd þér réttir
og léttir
hvert sporið,
vetri í sumar breytir
og veitir
þér yndi.
Vefur landi klæði
frá græði
að tindi.
Kyrrist vetrar gjólan,
en fjólan
in fríða
fer að skreyta hjalla
og stalla
til hlíða.
Þagnar vetrar kiljan
en liljan
mín lætur
laufin hvítu breiðast
og skreiðast
á fætur.

Vorið heillar alla
að kalla
sem kunna
kvæði þess og skilja
og vilja
því unna.
Tíbrá fer um heiðarnar
breiðarnar
blána.
Best ég uni frammi
í Hvammi
við ána.