Einn að drykkju | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn að drykkju

Fyrsta ljóðlína:Með vín á könnu einn ég uni mér
Höfundur:Lí Pó
bls.59
Viðm.ártal:≈ 0
Einn að drykkju

Með vín á könnu einn ég uni mér
innan um blóm. Og þarna er máninn, glaður
á svip; ég skenki á skál til hans. Og hér
er skugginn minn; hann verður þriðji maður.
En máninn hefur varla meira vit
á víni en skugginn. Hitt er önnur saga
að gamlir vinir gjarna sýna lit
á góðvild, þessa hinstu sumardaga.
Ég syng, og máninn hlær; ég hoppa af kæti,
og hrösull skugginn kann sér ekki læti;
þeir teljast mínir tryggu förunautar,
og þó – ef ég verð fullur, flýja þeir!
Hvar finn ég vinatryggð sem aldrei deyr?
Ég renni augum upp til Vetrarbrautar.