Gauta kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gauta kvæði

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
bls.99-101
Viðm.ártal:≈ 0

Gautakvæði
I

1.
Gauti og hún Magnhild frú,
riddarinn herlegur og vel,
þau lágu saman í lofti tvö.
Hún dansar,
sú ber gull og klæðin brún, hún dansar vel.

2.
Gauti spurði Magnhildi sín:
„Hvað syrgir þú sætan mín?“
3.
„Mig syrgir það þú mátt ei sjá,
eg mun drukkna í Skotbergsá.“
4.
„Þú skalt ei drukkna í Skotbergsá,
járnbrú skal eg miðja slá.“
5.
„Þó þú sláir so hátt sem ský
enginn getur sín forlög flýð.“
6.
Drukku þau gaginn og drukku þau þrjá,
fjórða riðu að Skotbergsá.
7.
Gauti talar við sveina sín:
„Hvað sáuð þið til Magnhild mín?“
8.
„Það sáum vær til Magnhild frú,
hún var komin á miðja brú.
9.
Þegar hún kom á miðja brú
járnbrú stökk í stykkin þrjú.
10.
Fimmtigi kallar flutu í streum
en enginn gaf að Magnhild gaum.“
11.
Gauti talar við sveina sín:
„Látið hingað hörpu mín.“
12.
Gauti kastar hörpu á gólf,,
stukku úr henni strengir tólf.
13.
Kastar hann henni í annað sinn,
stukku úr henni strengir fimm.
14.
Gauti sló það fyrsta slag,
stjarnan fauk í myrkva kaf.
15.
Hann sló kólf úr lási,
fagra kú af bási.
16.
Hann sló hest af stalli,
fagra hind af fjalli.
17.
Hann sló skip af hlunnum,
fagra mey frá grunnum.
18.
Gauti gekk um hvítan sand,
þar var Magnhild rekin á land.
19.
Það var Gauta mikil pín,
dauða kyssti hann Magnhild sín.
20.
Hann tók hennar bjarta hold,
gróf það ofan í vígða mold.
21.
Hann tók hennar bjarta hár,
riddarinn herlegur og vel,
spann sér úr því strengi smá.
Hún dansar,
sú ber gull og klæðin brún, hún dansar vel.

II

1.
Gauti og hún Magnhild frú,
riddarinn herlegur og vel,
lágu þau undir líni tvö.
Hún dansar,
frú ber gull og klæðin brún og dansar vel með.

2.
Gauti talar við Magnhild sín:
„Hvað syrgir þú sætan mín?“
3.
„Eg syrgi hvað eg má vel sjá,
eg á að drukkna í Skotbergsá.
4.
„Þú skalt ei drukkna í Skotbergsá,
járnbrú skal yfir ána slá.“
5.
„Þó þú sláir so hátt sem ský
enginn getur sín forlög flýð.“
6.
Gauti talar við sveina sín:
„Hvað sjáið þið til Magnhild mín?“
7.
„Það sjáum vær til Magnhild frú,
hún er komin á miðja brú.“
8.
Þegar hún kom á miðja brú
járnbrú stökk í stykkin þrjú.
9.
Sextigi karlar flutu í straum,
enginn gaf að Magnhild gaum.
10.
Gauti talar við sveina sín:
„Berið hingað hörpu mín.“
11.
Hann sló hest af stalli,
fagra hind af fjalli.
12.
Hann sló kú af bási,
kólf frá hverjum lási.
13.
Hann sló skip af hlunni,
dauða mey frá grunni.
14.
Það jók honum sára pín,
dauða kyssti hann Magnhild sín.
15.
So minntist hann við líkið fast
sundur mitt hans hjartað brast.
16.
Vendi eg mínu kvæði í kross,
riddarinn herlegur og vel,
jómfrú María veri með oss.
Hún dansar,
frúin ber gull og klæðin góð og dansar vel með.