A 338 - Annar lofsöngur. Um hingaðkomu herrans Kristí | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 338 - Annar lofsöngur. Um hingaðkomu herrans Kristí

Fyrsta ljóðlína:Krists er koma fyrir höndum,
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt: AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Annar lofsöngur. Um hingaðkomu herrans Kristí
Með lag: Þér, Drottinn, eg þakkir gjöri.

1.
Krists er koma fyrir höndum,
kunnum þess synja síst.
Táknum í öllum löndum
allvíða verður lýst.
Í neðri loft mun líða.
Lúðrar hátt syngja þá
með engla fylking fríða
fegursta skýi á.
2.
Þá mun ranglátum reynast
reiði Guðs þung og stríð.
Með helvískum loga launast,
linnir ei kvala tíð.
Í eilífan eld þeir rata,
aldrei þó dauðann fá,
gnísta tönnum og gráta.
Grimmd sú ei segjast má.
3.
Guðs einka son útvaldi
er sendur að leysa oss.
Fullnað fyrir mig þoldi,
festur á harðan kross.
Á það eg skal mig reiða,
útgafst fyrir mig þitt blóð,
dirfir það mig við dauða,
djöful og heljar glóð.
4.
Fagnaðarljósið fríða,
friðandi hryggva lund,
frels mig af fári og kvíða
fyrir þíns sonar und.
Þá vil eg glaður afganga.
Guðs náð mér efli trú.
Arf þínum mig eftir langar
í þessum heimi nú.