Til frú Ásthildar Thorsteinsson (Með blómum 16. nóvember 1923) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til frú Ásthildar Thorsteinsson (Með blómum 16. nóvember 1923)

Fyrsta ljóðlína:Þú sjerð það á gjöfinni, góðvina mín
bls.93
Bragarháttur:Átta línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1923
Þú sérð það á gjöfinni, góðvina mín,
að glugginn minn var ekki fjáður.
Úr allslausa kotinu kem ég til þín
og kem til að þiggja sem áður,
því þú átt í anda þíns akrinum nóg
af athöfnum, brosum og ræðum,
sem uppvekur rósir úr urð og í snjó
með ylnum frá kærleikans glæðum.