A 255 - Að biðja fyrir Guðs kristni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 255 - Að biðja fyrir Guðs kristni

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð, bíföluð æ sé þér
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Að biðja fyrir Guðs kristni
Með tón: Væri Guð oss nú ekki hjá.

1.
Ó, Guð, bíföluð æ sé þér
útvalin kristni hreina
svo hún jafnan í heimi hér
haldist fyrir náð þína.
Lát þína makt og sóma sjást.
Sæta huggun og sanna ást
viljir oss aumum sýna.
2.
Þótt móðgum þig á margan veg
með synd á hvörjum degi
af þínum vilja oft og mjög
ungir og gamlir hneigi
hvörn dag styrkir oss huggun sú.
Hefur því lofað sjálfur þú.
Syndugs dauða vil eg eigi.
3.
Þá fullkomliga forðast vill
framferði sitt hið ljóta
og viðurkennist verk sín ill
velferð og líf skal hljóta.
Hug vorn gleður sú huggun væn.
Heyra virðist þú vora bæn,
lætur oss náðar njóta.
4.
Fyrir þitt nafn oss frelsa nú
frá vorri mæðu langri.
Þeim bundnir eru bjarga þú
burtu frá þeirra angri.
Hóp þínum kristna halt nú við,
huggun veit þeim og góðan frið
í heims ástríðu strangri.
5.
Sem borgina Bethulíá
brjóta vildi með sverði
Hólofernis, sem hafði þá
hatur á þínu orði,
leystir þú í þeim litla stað
lýð allan sem þig jafnan bað.
Frú Júdit það fullgjörði.
6.
Eins er nú Síon, sjálfs þín borg,
sökum kenninga þinna,
af veröld búin svik og sorg
sækist hana að vinna.
Alleina þú, Guðs einka son,
ert hennar vernd og hjálpar von,
hjástoð lát hana finna.
7.
Heilagri kristni halt þú við
heiðnir svo aldri eyði.
Veit þú oss, Drottinn, vernd og lið
við djöfuls flærð og reiði.
Send oss af miskunn sanna trú
svo oss til enda styrki sú
og í líf til þín leiði.
8.
Heiðrum Guð föður og frelsarann
fyrir miskunn margfalda
og helgan anda, huggarann,
hvör oss við trú vill halda.
Dýrð Guðs, sem var í upphafi
eins nú á jörð og himnum, sé
um allar aldir alda.