A 254 - Da pacem Domine | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 254 - Da pacem Domine

Fyrsta ljóðlína:Gef þinni kristni góðan frið
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBB
Viðm.ártal:≈ 0

Da pacem Domine


1.
Gef þinni kristni góðan frið,
Guðs son, um vorar tíðir
því ekkert höfum vér annað lið
en þú fyrir oss stríðir,
sjálfur Guð, vor sanni faðir.
2.
Þú einn heilagan hug og ráð
og hreint framferði veitir.
Gef oss það hjarta af þinni náð,
þíns orðs alleina leiti.
Eftir því í trúnni breyti.
3.
Þó vor misgjörð sé mörg og stór
með náð virðist það bæta.
Af líkn og miskunn lít til vor,
lát oss ei reiði mæta.
Fyrir Jesúm, son þinn sæta.
4.
Um það biðjum vér, öll þín börn,
að frið viljir oss gefa.
Með þinni hönd og mildri vörn
móti óvinum oss hlífa.
Þér til lofs svo kynnum lifa.