A 253 - Bæn að biðja um frið kristilegrar kirkju | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 253 - Bæn að biðja um frið kristilegrar kirkju

Fyrsta ljóðlína:Gef frið, Drottinn, um vora tíð.
Viðm.ártal:≈ 0
Bæn að biðja um frið kristilegrar kirkju *
[Nótur]

1.
Gef frið, Drottinn, um vora tíð.
Voði nú stór framgengur.
Óvin leitar þar mest ætíð við
að villa sú haldist lengur.
Kristí nafn hreint kefja vill beint,
klára Guðs dýrð á jörðu.
Herrann, gef þú hrein haldist trú,
hlíf oss við angri hörðu.
2.
Gef frið hvörn áður höfum misst
með hjátrú og leiðum syndum.
Orð þitt býður nú öllum vist,
ofmjög móti því stöndum.
Sumir heill þá, sér hrekja frá.
Sannleik ei vilja hlífa.
Aðrir huglaust játa með raust,
án guðsótta þó lifa.
3.
Gef frið og oss þinn anda með
að hug vorn endurnýi
svo hrösun sín sé hvörjum leið,
um hjálp til Jesú flýi.
Að af hans náð illverk og ráð,
örlög og heift nú linni
á þinni hjörð þín ást og dýrð
öllum heim birtast kunni.