A 251 - Bænar lofsöngur í alls kyns neyð og ofsóknum kristninnar Og einkanliga í mót Tyrkjanum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 251 - Bænar lofsöngur í alls kyns neyð og ofsóknum kristninnar Og einkanliga í mót Tyrkjanum

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
bls.Bl. ClxxIVv-CLXXVIr
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Bænar lofsöngur í alls kyns neyð og ofsóknum kristninnar
Og einkanliga í mót Tyrkjanum
Með það lag sem: Af djúpri hryggð.

1.
Eilífi Guð, vort einka ráð,
einn faðir og vor Herra,
öll kristnin biður þig um náð,
á lít nú hörmung vora.
Líknsamur til vor lítir þú,
löstu vora svo þekkjum nú
og kynnum iðrun gjöra.
2.
Syndgast höfum þér mjög á mót
margvísliga um ævi
með drambi, hatri, heift og blót,
heimsgirndum og saurlífi,
fédrátt, ágirni, fals og plóg.
Framið höfum með lygð og róg,
ei finnst sá aumum hlífi.
3.
Helgust orð þín vér höfum smáð,
höfnuðum þau að geyma,
ástverka þinna ekki gáð
yfir oss varð því koma
vöndur þinn stór og hirting hörð
hvar með þú straffar þína hjörð
á þessum efsta tíma.
4.
Miklar sóttir í mörgum stað
mannfjölda stóran deyða.
Dýrtíð og öreigð gengur að,
aumliga fólkið neyða.
Tyrkjans ofríki áfram fer,
ásækir oft með grimmum her
og keppist kristni að eyða.
5.
Enginn maður það þenkja má
þinn vönd rangliga hljótum.
Forskuldað hefur hirting þá
hvör vor með syndum ljótum.
Sú refsing þín af réttum dóm
ranglæti voru maklig kom
því boð þín jafnan vér brjótum.
6.
Af því vor faðir einn ert þú
ei viljum frá þér falla
heldur eflaust af hug og trú
hjástoð þína ákalla.
Flýja til þín með fullri von,
forsmár þú aldri vora bæn.
Þú verndar þína alla.
7.
Sæti Herra, þín gæska góð
gleymi ei kristni sinni.
Vernda oss þína veiku þjóð,
vor eymd sé þér í minni.
Ei duga vopn vor, afl né stríð
ef þú veitir oss ekki lið
svo Tyrkjann sigra kynni.
8.
Þú hefur frelsað forðum tíð
fólk Ísrael úr voða
þá óvinir uppvöktu stríð,
ötluðu það að deyða.
Jósúa, Davíð, Esekíá
og fleirum veittir liðsemd þá
sem Ritning vottar víða.
9.
En þá lýður þinn ýfði þig
með alls kyns syndum sínum,
heiðruðu skúrgoð heiðinlig,
hafnandi lærdóm þínum
þá braust herfólk á þeirra lönd,
þyrmdi öngvu með grimmri hönd,
sló það með alls kyns pínum.
10.
Ef þeir snerust aftur til þín
þá ánauð þoldu mesta
og girntust hjálp af hjarta sín
hjástoð lést þá ei bresta.
Þú leystir þá af þungri kvöl,
þeirra óvini slóst í hel.
Fólk þitt fékk huggun besta.
11.
Kæri faðir, þig köllum á,
kvöl hörmulig oss grætir,
hjálpa oss enginn annar má
utan þú, Herra sæti.
Fyrirgef þú alla synd,
óvina valdi frá oss hrind.
Neyð vora náð þín bæti.
12.
Ó, Guð vor, faðir eilífi,
á vorar bænir heyrir.
Kom nú til hjálpar kristninni,
kvitta af ofsóknum gjörir
fyrir Jesúm Kristum, þinn sæta son,
sem oss forþénti náðar von,
hlíf og hjástoð oss verir.
13.
Ó, Jesú, Guðs son eingetinn,
ei gleym oss kristnum þínum
fyrir hátign og heiður þinn
helgan manndóm og pínu,
fyrir þitt blóð og dýran deyð.
Drottinn leys oss af allri neyð
og frá grimmum óvinum.
14.
Heilagi andi, Herra Guð,
af hjarta á þig köllum.
Úr hættu, kvölum, hryggð og neyð
hjálpa oss kristnum öllum.
Óvini vora yfirvinn,
upplýs og blessa lýðinn þinn
svo aldri frá þér föllum.
15.
Ó, þrenning heilög, Herra einn,
hugga nú kristindóminn.
Guð faðir, son og andi hreinn,
ei lát oss hræðast heiminn.
Þá vér skiljum við þetta líf
þín náð og miskunn sé vor hlíf
um aldir alda. Amen.