A 250 - Ein andlig vísa um þá heilögu Guðs kristni og kirkju Tekin af þeim XII kap. S. Jóh. opinberunar D. Mart. Luth. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 250 - Ein andlig vísa um þá heilögu Guðs kristni og kirkju Tekin af þeim XII kap. S. Jóh. opinberunar D. Mart. Luth.

Fyrsta ljóðlína:Kær er mér sú, þín mæta frú
bls.Bl. CLXXIVr-v
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Fyrirsögn framan við sálminn er: Um kristiliga kirkju. Er það tilvísun til  efnis næstu sálma á eftir.

Ein andlig vísa um þá heilögu Guðs kristni og kirkju Tekin af þeim XII kap. S. Jóh. opinberunar D. Mart. Luth.*
[Nótur]

1.
Kær er mér sú, hin mæta frú,
úr minni kann síst að ganga.
Lof, sæmd og skraut með heiðri hlaut
hjarta mitt réð því fanga.
Mér minnileg þó ætti eg
að kenna kvöl. Það veit eg vel,
við harm mun skjótt mig skilja.
Hennar ást mig huggar skást.
Hrein trú kann sér ei dylja,
hún veitir allan minn vilja.
2.
Þá kórónu ber af gulli er gjör,
glæst af tólf stjörnum ljómar.
Sólin skír, er skrúðinn dýr,
skínandi best sér sómar.
Á tungli stóð með fótum fljóð.
Hæsta hún er kóngsins kvon,
kenndi sóttar að fæði
arfa einn, sá eðla sveinn
yfir lýð heiðinn bjóði
því allt er undir hans ráði.
3.
Dreki forn það fædda barn
fárreiður svelgja hugði.
Fram kom ei móð hans illska óð.
Áræði hans ei dugði.
Það barn er brátt til himna hátt
flutt friði í. Hlaut heimur því
heift drekans mestu að mæta.
Móðir hrein er eftir ein,
að henni Guð vill þó gæta
og föður sig finna láta.