Steináin (Lækurinn heima á bænum hennar mömmu) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Steináin (Lækurinn heima á bænum hennar mömmu)

Fyrsta ljóðlína:Amma hér þvoði ullina forðum
Viðm.ártal:≈ 0
Steináin (Lækurinn heima á bænum hennar mömmu)

Amma hér þvoði ullina forðum
og afi brynnti þyrstum vinnuhesti
löngu seinna kom lítill drengur
ljóshærður með spurn í augum
reiðtúrinn fyrsti varð raunverulegur
reiddur fram dalinn af mömmu
og Lóu-Gráni tiplaði bakkana á tölti
á takti sem brenndist í minni
og hefur aldrei horfið
við bæjarþilið stóð brosandi fólk
breiddi út faðminn og heilsaði með kossi
og mamma gekk með sveittan hestinn
að gömlu trébrúnni og sagði við drenginn:
Þetta er lækurinn minn litli vinur
leggstu og hlustaðu vel
hann syngur alltaf sama stefið,
,,sértu velkominn heim´´
,,sértu velkominn heim.´