A 235 - Ein önnur hjartnæm vísa og syndajátning | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 235 - Ein önnur hjartnæm vísa og syndajátning

Fyrsta ljóðlína:Áví, aví, mig auman mann
bls.Bl. CLXIr-v
Viðm.ártal:≈ 0
Ein önnur hjartnæm vísa og syndajátning
[Nótur]

1.
Aví, aví, mig auman mann,
að eg ei þar við nei segja kann.
Þann hæsta Guð í himnarann
hættliga mjög eg styggði hann.
Mín hróplig synd mér hratt í bann,
mér hratt í bann.
2.
Ó, Guð minn, Guð minn, mig angrar það
að eg þín boð og blessuð ráð beint yfirtrað.
Heimsins vilja eg hylltist að.
Hvað er forþént nema vítis bað.
Eilífur Drottinn, aumka þú það,
aumka þú það.
3.
Gef náð, gef til náð, græðari minn,
svo geti sig bætt og brátt við rétt þrællinn þinn.
Hell þú mér í hjartað inn
heilögum anda í hvört eitt sinn.
Dýrðligur heyr mig, Drottinn minn,
Drottinn minn.
4.
Eia, Eia, eg þar mig gleð
af því nú að mín trú hún fær séð
fyrir sál mína er sett í veð.
Sonarins pína og dauði með
réttliga ber eg því rósamt geð,
rósamt geð.
5.
Eg finn, eg finn í heimi hér
huggan þá sem höndla má ei neinn af mér.
Líknar brunnur og lífsins ker
leyst hefur mig til handa sér.
Þýður Jesús, það þakka eg þér,
það þakka eg þér.
6.
Lausnarinn minn, lausnarinn minn, þú leiðst á tré,
langa neyð og sáran deyð fyrir synda vé.
Lof þitt aldri liggi í hlé,
láti það hvör tunga í té.
Um allar aldir æ svo sé,
æ svo sé.