A 234 - Ein iðranarjátning upp á þau tíu Guðs boðorð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 234 - Ein iðranarjátning upp á þau tíu Guðs boðorð

Fyrsta ljóðlína:Ó, Herra, mig nú næri
bls.Bl. CLIXv-CLXIr
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt:AbAbbCCb
Viðm.ártal:≈ 0
Ein iðranarjátning upp á þau tíu Guðs boðorð
Má syngja svo sem: Konung Davíð kenndi.

M. J. S.

1.
Ó, Herra, mig nú næri
nauðsyn, mér liggur á.
Eg klaga fyrir þér og kæri,
kvíði eg við upp að tjá,
hneig þín eyru ei frá.
Orða hefi eg ei færi
með öllu sem mér bæri
ef allt skal herma frá.
2.
Eg hefi úr öllum máta
ótal guða hjá þér
búinn er eg að játa,
jafnframt sem komið er.
Eitt að öllu fer,
heiminn óhæfilátan,
hef eg búkinn kátan
ei sem kristnum ber.
3.
Eg hefi, faðir, óhelgað
hið hæsta nafnið þitt.
Ei af hjarta ákallað
en aktað meir lofið mitt
sem er með öllu ófrítt.
Sárliga svarið og blótað
með svikum og lygum það hatað,
er það ókristiligt.
3.
Eg hefi gleymt þínum orðum
og öngvan sabbat haft
sem áður bauðst þú forðum
með allri að halda makt.
Af hef eg þetta lagt,
iðkað ei sakramentum,
öðrum hefi eg þar kennt um
sem á mér héldu vakt.
4.
Eg hefi ei elskað mína
yfirmenn fyrr né síð,
með ógeði greitt sína
góðvild á hvörri tíð.
Athöfn er ei fríð.
Eg fyrirleit föður og móður,
fóveta, prest og bróður
en veitti þeim versta stríð.
5.
Náungann hef eg hörðum
með hatur og reiði á strítt.
Orðum og illum gjörðum
eg hefi slegið og nítt
og hugsað þeim ófritt.
Bítalað illt með illu,
yfirunnið ei þá villu
og umborið þanninn lítt.
6.
Með girndum hef eg fram gengið
og gráðugri holdsins fýst,
sút og sorg af fengið
saurugri hórdóms lyst.
Ei er allvel sýst.
Lokkað hug og hjarta
til heimsins slíkra parta.
Er það ráð óvíst.
7.
Hér með hef eg í öngvu
hagað né allvel breytt
náungann firrðan föngum
frá honum stolið og reytt.
Það mér þótti neitt.
Með vogum og vigtum röngum
vann eg hann svo löngum,
og allt með ákefð þreytt.
8.
Hef eg með lygum ljótum
logið náungann á.
Með eiði og framburð fljótum
fór eg að rykta þá
þó saklaus væri sá.
Svo með sárum hótum
sveik eg hann af fótum
og hugði einn heiðurinn fá.
9.
Heiður hans, hús og sveina
hefi eg girnst, þar með
hans eiginkonu eina
og allt það fæ eg séð.
Oft hefur þetta skeð.
Eg kann ei glöggt að greina,
gjörir það syndin meina,
framar en fæ eg téð.
10.
Rétt er ei gott til ráða,
reiðin mér búin er.
Svo geysi seint eg gáða.
Guð minn hjálpi mér,
eða ei vel fer.
Nauðsyn er að náða.
Nú er eg staddur í voða
svo trúliga eg treysti þér.
11.
Eg veit þín náð er nægri
nú heldur en synd og pín.
Líkna með hendi hægri
hörmung á barni þín.
Skaparans máttur skín,
stilli þú reiði fyrst svo er.
Þér stoðar ei, sæti faðir,
fyrirdæmingin mín.
12.
Eg finn af lögum fróðum
mig fyrirdæmdan mann
og ei af verkum góðum
eg mér hrósa kann.
Sárt samviskan brann,
eg einn með öðrum þjóðum
í ónáð Drottins stóðum.
Satan sigurinn vann.
13.
Gef, Guð, nokkurn neista
að nærist hjartað mitt.
Far þú til og freista
með fagnaðarorðið þitt
svo mér sé fullvel fritt.
Þín dýrð af dauða reisti
drjúgum þá þeir treysta.
Eg heyrði helst þann kvitt.
14.
Bil mun verða á bótum
ef brestur þú, vonin mín.
Frelsa af löstum ljótum,
loga og allri pín
áður djöfull dregur til sín.
Helvíti er fyrir fótum.
Af hjartans innstu rótum
hrópa eg til þín.
15.
Þú segist mín hjálp og Herra,
hér með faðir og Guð
og svo eldlig kerra
fyrir allri hryggð og nauð.
Blessaður mér það bauð.
Þín náð má ei þverra,
þig angrar mitt hið verra,
það mín sál var svo dauð.
16.
Minnstu, faðir hinn mæti,
eg mjúkliga beiði þig
þá þinn sonurinn sæti
felldi í dauðann sig.
Ó, náð innilig,
hans blóð trúi eg bæti.
Eg bið með lítillæti
hann borgun sé fyrir mig.
17.
Fúsliga fyrst eg játa,
faðir himnaranns,
eg kemst í öngvan máta
inn til föður lands
nema fari eg í flóði hans.
Það trúi eg yfir fljóti,
þú vilt með öngvu móti
dauða syndugs manns.