A 233 - Andlig vísa í móti heimsins syndum og ósiðum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 233 - Andlig vísa í móti heimsins syndum og ósiðum

Fyrsta ljóðlína:Himneski faðir, Herra Guð
bls.Bl. CLVIIIv-CLIXv
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB - Sb
Viðm.ártal:≈ 0
Andlig vísa í móti heimsins syndum og ósiðum
Með lag: Guðs son kallar, komið.

1.
Himneski faðir, Herra Guð,
hygg nú að þeirri stóru neyð
sem rétttrúaðir reyna.
Þvílíkt rán, brennur og blóð
bar ei til meðan veröld stóð,
með sönnu má það greina.
2.
Hjá oss er eymd og ánauð stór,
álít það, mildi faðir vor.
Miskunn þína það mæði,
ei viljir vorar syndir sjá
sem forþént hafa hirting þá.
Veit oss hlífð og hjálpræði.
3.
Á þig köllum af klökkri lund
kennunst að brot og stóra synd,
gjörðum í margan máta.
Þín heilög orð vér höfum smáð
hvörki lært þau né að þeim gáð.
Virðst það, faðir, forláta.
4.
Ráð kennimanna höfum heyrt,
holdsins vilja þó jafnan gjört.
Iðrun er engin fundin.
Því er öll kvöl og eymdar lag
almenniliga nátt og dag
í eitt yfir oss bundin.
5.
Hjá öllum heiðursgirni sést,
hvör mann sjálfan sig metur mest
svo öðrum undirkomi.
Ungir og gamlir girnast eitt,
gæfa ei virðist annað neitt
en hefð og dreiss í heimi.
6.
Ofmjög ganga nú eiðar og blót,
öngvum þykir sú venja ljót.
Hvör vill sér þar frá halda?
Gjálífi er almenniligt,
ungmennin þetta fremja frekt,
eldri upphöfum valda.
7.
Hvör mann elskar nú góss og gull,
grefst þar eftir veröld öll.
Það eitt er sæmd og sæla
sé það með flýtum, falsi eða prett
fengið eða með öngvum rétt.
Af því sér allmjög hæla.
8.
Af drambi kom eyðing og tjón
yfir öll lönd og Babýlon.
Af því þau hrapað hafa,
enginn vill gjöra iðran nú.
Á oss fellur því ströffun sú.
Ei þurfum það að efa.
9.
Vilji þinn segir: Von sú bregst.
Vitlaus er eg ef svo ei tekst.
Ávallt gekk svo í heimi.
Hvar Guðs viðvörun var forsmáð
og vissra tákna ekki gáð.
faraó fann þau dæmi.
10.
Hallæri, hungur og dýrtíð,
heift, blóðsúthellingar og stríð.
Landplágur líka ganga.
Athæfi vont og öll vor synd
yfir oss leiða hvörja stund
þá hefnd og ströffun stranga.
11.
Iðrunst og gjörum yfirbót.
Öxin er sett við trésins rót,
leita þarf ei að vendi.
Harðindi, ósátt, eymd með plóg,
er það ei straff og plága nóg
á voru auma landi?
12.
Iðrunar hirting áður sýnd
er öll forlitin, hædd og týnd.
Ei vill því veröld trúa.
Guðlaus Sódóma sokkin nær,
sanna viðvörun alla hlær,
ei vill frá illsku snúa.
13.
Í Nínive þeim stóra stað
ströffunarorð framkvæmdu það.
Allt fólk frá illsku snerist.
Hrein Guðs orð lengi heyrðum nú,
hjálpar þó ei viðvörun sú
að hjá oss iðran gjörist.
14.
Sá blindleiki er yfrið stór,
aumka lát þig það, faðir vor.
Náða oss alla saman,
miskunnsemd þína minnstu á.
Makligri hirting leys oss frá
svo æ lofum þig. Amen.