A 232 - Ógn og deila dauðans til iðranar áminningar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 232 - Ógn og deila dauðans til iðranar áminningar

Fyrsta ljóðlína:Eg stóð á einum tíma
bls.Bl. CLVIIv-CLVIIIv
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) þrí- og ferkvætt AbAbcOc
Viðm.ártal:≈ 0
Ógn og deila dauðans til iðranar áminningar
Má syngja sem: Oss lát þinn anda styrkja.

1.
Eg stóð á einum tíma
í nokkrum leyndarstað
hvar eg mig hugði geyma.
Heyrði eg ámæli það
af ungum stoltum auðnumann
hvörn feigðin fast ásótti,
fögnuði svipti hann.
2.
„Upp, upp með allri flýti,“
ansar dauðinn með hast,
„þér sendi eg þúsund skeyti
þitt líf svo kunni nást.
Þú skalt fara með mér í dans,
fást verður fylking manna
að fylla þennan krans.“
3.
Yngismaður af ótta
örhjarta skelfdist fljótt.
Orð kunni varla að votta,
vendaðist þanninn hljótt.
„Mitt æskuskeið nú er best,
gamla mjög marga finnur,
mér áttu að gefa frest.“
4.
Dauðinn hóf deilu stranga:
„Dvalar öngrar þér ann,
yngri og eldri eg fanga
einn veg kvinnu og mann.
Klókum ungmönnum kippi eg frá.
Heift mína hæðið ekki,
hurð yðar stend eg hjá.
5.
Yngri mjög fremja eiða,
öldruðum er það þekkt.
Þar frá vil eg þá leiða,
þeir auka sína sekt.
Sótt og plágur sendi eg í heim.
Góss, prýði, hefð og hreysti
hjálpa skal ekki þeim.
6.
Lengi hafið mig manað
með margri illri gjörð.
Fljótt skal það fullvel launað,
felli eg yður í jörð.
Hirting og kvöl ei kraftar par
sem oft Guð sjálfur yður
sendir til iðranar.
7.
Allmörg sótt yður pínir,
ýmsir liggja í kör.
Lífi mjög margur týnir
með sínum hætti hvör.
Svo auman sjáið margan mann,
hratt fyrr sá hlaupa kunni,
hvörgi nú skríður hann.
8.
Stríð, óár með ófriði
alls staðar gengur mest,
það fellir fé og lýði,
fyrr hefur slíkt ei sést,
svo nokkur kunni segja frá.
Yðar synd öll og heimska
innleiðir hörmung þá.
9.
En viljið ekki skeyta
allmargri slíkri kvöl
hefnd vil því yður veita.
Vonið ei eftir dvöl,
óhóf, metnað og marga synd
í eigu, fötum og fæðu
fremjið á alla lund.
10.
Almennt nú okur gengur,
óhreinlífi þó mest,
hár, smár, gamall og ungur,
ofdjarfur þar til sést.
Alls kyns syndum þar auka við.
Ei vil eg vægja lengur,
von er á hefndar tíð.
11.
Eg vil jafnt yður deyða,
unga og gamla menn.
Mér þarf ei mútu að bjóða,
met eg ei vænleikinn.
Ríkum og snauðum ræð eg eins.
Aðgjörð og lækning yðar
öll skal ei koma til neins.
12.
Vilt þú land frá mér flýja,
forðast mig um hálft ár,
ei skal sú list mig lýja.
Leið kann eg öllu skár.
Láti eg þig kyrran ár það allt
hvönær heim aftur kemur
hjá mér ei sleppa skalt.“
13.
Enginn nú iðrun seinki,
allt mannkyn leiðréttist
að Guðs óblíða minnki.
Ákallið Jesúm Krist
svo þér mættuð hans miskunn ná
og í syndum ei deyja,
eilífan fögnuð fá.