A 187 - CXXXXIII [143.] sálm. Domine exaudi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 187 - CXXXXIII [143.] sálm. Domine exaudi

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
CXXXXIII [143.] sálm. Domine exaudi
Er ein bæn í gegn andlegum mannsins óvinum, sem oss skelfa og vilja oss hræða vegna vorra synda.
Má syngja sem: Sæll er sá mann.

1.
Heyr mína bæn, Guð Herra minn,
og harma minna gætir,
sjá þú mig fyrir sannleik þinn
og sjálfs þíns dýrst réttlæti.
Við þjón þinn gakk þú ekki í dóm,
engin manneskja finnst þá fróm
ef þínum álitum mætir.
2.
Óvinir mæða mína sál,
mitt líf til jarðar troða,
setja í dimma sorg og kvöl
sem menn úr heimi dauða.
Minn anda pínir angur strítt,
í mínu brjósti hjarta mitt
harðar hugraunir mæða.
3.
Oft minnist eg um liðna tíð,
á dáðir þínar stunda,
eg segi fyrir öllum lýð,
af verkum þinna handa.
Til þín útbreiði eg mína hönd,
eftir þér þyrstir mína önd,
eins og jörðu þurrlenda.
4.
Herra, án dvalar heyr mig nú,
hug minn lýr þungur tregi,
fyrir mér andlit ei felir þú,
að framliðnum líkist eg eigi.
Árla vil eg þiggja þína náð,
þú ert mín von, því kenn mér ráð,
að halda þér þekkum vegi.
5.
Ætíð langar mig eftir þér,
eilífi Guð, þig beiði,
flý eg til þín að forðir mér
fjandmanna minna reiði.
Að gjöra þinn vilja gef mér skyn,
Guð minn ert þú, sæll andi þinn,
á réttan veg mig leiði.
6.
Endurnær mig fyrir nafn þitt, Guð,
neyð minni gef þú bata,
fyrir þitt réttlæti þess eg bið,
þeim verjir sem mig hata.
Af gæsku þinni afmá þá
alla sem mína sálu þjá,
því þjón þinn eg mig játa.

Föður og syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hún var að upphafi,
án enda verði framin.
Kenn oss að elska kristin sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.