A 179 - CXXVII [127.] sálm. Nisi Dom. edifica | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 179 - CXXVII [127.] sálm. Nisi Dom. edifica

Fyrsta ljóðlína:Nema Guð byggi bæi og hús
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
CXXVII [127.] sálm. Nisi Dom. edifica
Er einn lærdómssálmur í móti vílsamlegri áhyggju, svo og að menn treysti ekki upp á sína snilld og fyrirsjón heldur upp á Guð og hans fyrirhyggju.

1.
Nema Guð byggi bæi og hús
og betri það allt og prýði,
gefi og blessan gæskufús
með gróða og frjóvgan skrýði.
Fyrir öll vor ráð, armóð og geð,
ef Guðs hylli fæst ei með
til einkis er vort smíði.
2.
Nema Guð byggi borg og láð,
bygging og portin ströngu
og gefi til sína guðdómsnáð,
að gæta þess frá röngu.
Utan hans gæska gefi til frið,
þó gangi vakt með brynjað lið,
það verður allt að öngvu.
3.
Til einkis er árla upp að stá
og á kvöld fram að þreyta,
í vantrú einni verða svo
vistar með hryggð að neyta,
þeim sem Guð óttast gefst vel brauð,
gagnsamliga án allri nauð,
sofnuðum vill Guð veita.
4.
Ávöxtur kviðar og vor börn
er og svo gjöf vors Herra.
Hann vill yfir þeim halda vörn
og hindra frá því verra.
Gefur þeim blessan Guðs son mætur
og gjörir það ljóst hann ekki lætur
þeirra atvinnu þverra.
5.
Örvar margar og önnur skot
eru í kappans hendi,
hann vill skjóta og hafa af not
hvert hann þau frá sér sendi.
Líka vill Guð að maður og mær
í hjúskap finnist fyrr og nær
svo hann því einn um verndi.
6.
Gott er þeim manni sem Guð vill mörg
góðsöm ungmenni veita,
við óvini sína á túni og torg
trúliga má hann þreyta.
Talar við þá fyrir turn og port,
á tign og heiðri hann fær ei skort,
ef vill hann eftir leita.
7.
Dýrð Guði, föður og syni sé
sungin og helgum anda,
blessun hans voru bjargi fé,
bæja geymir og landa,
Efli hann vora ást og trú,
almáttug virðist verndin sú,
í hvert sinn hjá oss standa.