A 151 - II [2.] sálmur. Quare fremuerunt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 151 - II [2.] sálmur. Quare fremuerunt

Fyrsta ljóðlína:Hvar fyrir geisist heiðin þjóð?
bls.Bl. XCiiir-v
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
II sálmur. Quare fremuerunt
Er einn spádómur um pínu og ríki Kristí og ein huggun þegar heimurinn rís á móti Guðs orði.
Má syngja sem: Sæll er sá mann.

1.
Hvar fyrir geisist heiðin þjóð?
Heimskt ráð vill fólkið efna,
söfnuður kónga saman stóð
sett var höfðingjastefna.
Mesta er þeirra mál til sanns
í móti Guði og Kristi hans,
úrskurð þennan ánefna.
2.
Brjótum vér þeirra bönd í smátt,
burt skulum oki kasta,
himna Drottinn þá hæðir brátt
heiting þeirra mun lasta.
Skaparans reiði skelfir fljótt
skynsemi þeirra, vald og þrótt,
í heift mun á þá hasta.
3.
Yfir sitt helga Síonsfjall
sett hefur mig og valið
náðar kóngur að kallast skal,
kenning á hönd mér falið.
Sjálfur Guð við mig sagði bert:
„Son minn kærasti, einn þú ert,
í dag hef eg þig alið.
4.
Öðlast skaltu með ósk af mér
í arf þinn heiðna lýði.
Sérhvör heimsins endi er
þín eign skyldug þér hlýði.
Með járnsprota þá aga átt
og allan brjóta þeirra mátt,
líka sem leirsins smíði.“
5.
Veraldarkóngar vitið nú
vel að kenning að gæta,
dómurinn jarðar dyggð er trú,
Drottins umvöndun að sæta.
Þjónið Drottni af hræðslu hér,
með hreinum ótta skyldu þér,
yður í honum kæta.
6.
Blíðkið soninn við Herrans heift,
hlífð veitir yður mesta,
svo verði ei af vegi steypt,
vörn engin kann að fresta,
bræði hans þá brenna skal.
Blessa mun hann og vernda vel,
alla þá á hann treysta.
7.
Föður, syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hann var að upphafi
án enda verði framinn.
Kenn oss að halda kristinn sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.