A 124 - Fimmti boðorða sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 124 - Fimmti boðorða sálmur

Fyrsta ljóðlína:Herra Guð í himiríki
bls.Bl. LXXVIr-v
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaB (aukin ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Herra Guð í himiríki,
hann oss sinn vilja kenndi,
þá hann ofan á jarðríki
þau tíu boðorð út sendi.
2.
Fyrsta Guðs boðorð einkum átt
af öllum hug að merkja,
hjáguði öngva þú hafa mátt,
hann einn skalt elska og dýrka.
3.
Annað, þú skalt að ónýtu
aldri með Guðs nafn fara,
heldur biðja af alvöru,
heiðra og þakkir gjöra.
4.
Þriðja hans boð hugleiða skalt
hvíldardaginn að helga,
Guðs orð heyr þú og gjarnan halt,
girnd heimsins skalt ei fylgja.
5.
Fjórða, heiðra með fullri ást
föður og þína móður,
við yfirmenn skaltu aldrei slást
óhlýðinn, stór né reiður.
6.
Fimmta, ei skal með heift í hel,
hold manna skalt ei meiða,
heldur forða og frelsa vel
frá voða hvörn mann leiða.
7.
Sjötta, við hórdóm varast skalt,
vilja holdsins ei gjöra,
hjúskap eða hreinlífi halt,
hóf lát þér þekkast vera.
8.
Sjöunda, einkis áttu fé
okra, stela né ræna,
heldur styrkja að haldið sé,
hjálpa, gefa og lána.
9.
Áttunda boð, ei mæla mátt
meinvitni, róg né lygi,
náunga þinn afsaka átt
að heiðri halda megi.
10.
Níunda, hreinn í hug vert þú,
hans kvinnu girnstu aldri,
heldur óska að ást og trú
við eiginmann sinn haldi.
11.
Tíunda, ei skalt ágirnast
eign hans, hús né þjóna,
hjálp svo megi viðhaldast
hans fé, bú með alla sína.
12.
Guð faðir, son og andi hreinn
oss virðist náð að senda,
að þessi boð hans hvör og einn
haldi til lífsins enda.
Amen.