Kveðið eftir utanför Árna Magnússonar (1712) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kveðið eftir utanför Árna Magnússonar (1712)

Fyrsta ljóðlína:Hvað er títt? Horfinn friður.
bls.82-83
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Þessi erindi Páls Vídalín eru líklega kveðin eftir utanför Árna Magnússonar 1712.
1.
Hvað er títt? Horfinn friður.
Hvað er ráð? Ger sem áður.
Hvað þá? Hinir æða.
Hví nú? Fækka mínir.
Hvern þreyrðu? Hvarf Árna.
Hans er von? Enn ef stansar.
Hvað er gott? Haltu á flótta.
Hvert á láð? Til Guðs náðar.
2.
Einn em eg. Sigldur er Árni.
Óttar þjóð. Margur hljóðnar.
Vinfátt. Flestir hætta.
Frýs dáð. Prettir lýsast.
Syrg eigi. Sól er á morgun.
Sjá við ugg. Það er huggun.
Gott sé þér, og guð óttast,
geisa þeir af sakleysi.
3.
Hremsa þýtr, ýmsu er otað.
amar lið, ramir niðra,
garmur lætr ormar eitrast,
ýlir refr, grýlur hefjast,
flýgur hrafn, hegri lifnar,
hvín tóa, gín kjói,
gaddur ball, broddur tryllist,
brenni ráð, — enn hef eg náðir.