C 3 - Þakkargjörð eftir máltíð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

C 3 - Þakkargjörð eftir máltíð

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð, vér þökkum og lofum þig
bls.50–51
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1558

Skýringar

Þetta er þýðing á þýskum sálmi, „O, Gott, wir danken deiner gut“ eftir prestinn Nikulás Boye, d. 1542. og er sami sálmur og nr. 22 í sálmabók Marteins Einarssonar. Gísli fer hins vegar eftir danskri þýðingu sálmsins sem er prentuð hjá Hans Tausen 1553, „O, Gud, vi takke og love dig“. Guðbrandur notar hvoruga þýðinguna í sínum bókum.

1.
Ó, Guð, vér þökkum og lofum þig,
bið þinn son Kristum vorn herra,
fyrir allar þínar gáfur og góðheit
sem þú bívísar oss herra,
með mikið gott sem þú forlér
og alltíð oss svo vel forsér,
því ber þig prís og æra.
2.
Sem þú nú hefur lífgað vel
vorn líkama með þínum
svo fæð nú andliga vora sál
með þínu orði oss náða,
við hvert hún lifir æfinlig
og blífur hjá þér í eilífa tíð
og gleðst fyrir utan all enda.
3.
Dýrð veri Guð föður í allan tíð,
með hans son Christum, vorn herra,
við hvern þú hefur oss alla fríað,
þín eilíf börn að vera,
því prísum vér þín miskunnligheit,
með helgum anda í evigheit,
nú og æfinliga, amen.