A 4 - Að syngja fyrir predikun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 4 - Að syngja fyrir predikun

Fyrsta ljóðlína:Nú biðjum vér helgan anda
bls.9–10
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sálmurinn er 4 erindi, þýðing á sálmi Lúthers, „Nun bitten wir den heiligen Geist“. Sá sálmur byggir á latnesku versi, leisu, frá 13. öld. Gísli biskup þýðir sálminn úr dönsku. Í dönskum sálmabókum siðbótartímans voru þrjár mismunandi þýðingar þessa sálms og mun Gísli hafa notað þær allar í þýðingu sinni. Guðbrandur birtir þessa þýðingu í Sálmabókinni 1589 og bætir svo við í 2. útgáfu Grallarans 1607 eigin þýðingu við hlið Gísla. Magnús Stephensen endurþýddi sálminn 1801 og hélst sú þýðing sálmsins allt til 1972. Magnús setur viðlagið: Herra, heyr þá bón, í stað kirieleyson. Í Sálmabók 1886 er bætt við þýðingu Helga Hálfdanarsonar við þennan sálm, „Guð helgur andi, heyr oss nú“. Hjá Helga er viðlagið, „Streym þú, líknarlind“. Er hann svo í núgildandi Sálmabók.

1.
Nú biðjum vér helgan anda
að vér mættum í kristiligri trú rétt standa,
einn Guð að elska
og hann kalla á,
helst í dauðans stundu,
þá vér heiminum förum frá;
kirieleison.
2.
Þú verðuga ljós gef oss þitt skin,
lær oss Jesúm Kristum að kenna allein,
og hjá honum að vera,
vorum frelsir mann,
sem oss inn vill leiða
í vort rétta föðurland;
kirieleison.
3.
Þú sæti and skenk oss þína náð,
lát oss fá að halda þín elskulig ráð,
svo vér mættum af hjarta
hver annan elska,
í einum huga að vera,
og friði Krists að blífa;
kirieleison.
4.
Þú hæsti styrkur í allri neyð,
hjálp svo vér hræðunst hvorki skam[m] né deyð,
og í voru sinni
séum örug[g]ir þá
nær djöfullinn vill á oss stríða
og sálin skilst líkamanum frá;
kirieleison.