Ást | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ást

Fyrsta ljóðlína:Ungar varir okkar mættust
Höfundur:Helgi Sveinsson
bls.5
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Ástarljóð
1.
Ungar varir okkar mættust,
óskir beggja saman runnu.
Brosin þögul eiða unnu.
Eldarnir á himnum brunnu.
Heitt og viðkvæmt hrærast sá ég
hjarta þitt í leyndu tári.
Bernsku þinnar sólskinssumur
sváfu í þínu gullna hári.
2.
Konungarnir heiðu, háu, —
heitir dagar lífs og máttar, —
komu í skýjum austuráttar
eftir drauma vökunáttar.
Svanir okkar urðu fleygir:
orðin, sem á vörum lágu. —
Jórðin sigldi um sumarnætur
svefnlaus yfir djúpin bláu.