Mammons vísur *b | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Mammons vísur *b

Fyrsta ljóðlína:Fyrir Mammon margt illt sker
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.644-648
Viðm.ártal:≈ 0
Mammons vísur
Snúnar úr latinu d [ ] 26. jul. 1766
ex doctis nugis gaudentii jocosi að engu
undan felldu né heldur við bættu, þó
fleira mætti finna, af sr. G.P.S.

1.
Fyrir Mammon margt illt sker
og margt gott ógjört liggur,
mun eg nokkurs minnast hér,
meðan ferskt í huganum er.
2.
Kaupmenn hætta fjöri og fé
fyrir Mammons gæði,
ógnarlegt þó aðgangs sé
út í hafið brúsandi.
3.
Mörg er gefin mey til fjár
maura gömlum karli,
þar sem hennar ungu ár
æsku mönnum þéntu skár.
4.
Yngismaður eiga fer
útlifaða kvinnu,
að hann fjárins afli sér;
önuglega slíkt þó fer. sker [?]
5.
Margur fyrir Mammon þá
meinsemd vann að bera,
konkáll nefnast köppum hjá,
kann ei sína minnkun sjá.
6.
Mörg hefur kona manns fyrir auð
móti bóndans vilja
undirlagt sig annað gauð
og orðið þannig dygðasnauð.
7.
Mörg ein píkan fyrir féð
falt skírlífið heldur
og enn þá verra oft hefur skeð,
að almenn hóra gjörðist með.
8.
Fyrir Mammon Mammons leit
margur stranga háði,
og ágirndin, sú óþefs geit,
óx þar við og gjörðist feit.
9.
Fyrir Mammon margur vann
maura þegn í heimi
neita því, sem hafði hann
heitið þó með fullan sann.
10.
Og fyrir Mammon gjöfin gjörð
gengur aftur tíðum.
Mammons lög eru mikið hörð,
Mammon villir alla jörð.
11.
Mammons vonin margan sveik,
er Mammons leita náði.
Mammons gæði mjög eru veik,
Mammon fremur blinduleik.
12.
Mammon felldi margt í grunn,
sem mektugt þótti vera.
Mammons höldin mjög eru þunn
og Mammons brögðin öllum kunn.
13.
Margur fyrir Mammon sveik
meðöl lækninganna,
margur frá þeim mæddur veik,
því Mammon sér á borði leik.
14.
Margur byrla meðölin dýr
Mammons vegna náði.
Margur var svo Mammons rýr,
að Mammons vegna frá þeim snýr.
15.
Mörgum heldur Mammon frá
meðölum lækninganna.
Mammonslaus ei mun þau fá,
Mammons gjarn ef heldur á.
16.
Fyrir Mammon málin röng
margur hefja gjörði,
og dómari Mammons fyrir föng
fagurt með honum undir söng.
17.
Fyrir Mammon fer í hús
fjáðra og snauðra manna
þjófur hver og þrífur fús
það hann getur eins og mús.
18.
Fyrir Mammon fremja oft stríð,
fyrir Mammon ræna,
fyrir Mammon finnst sú tíð,
að friða sáttmál verða ei blíð.
19.
Hvað er það, sem heimurinn ei
hlaut fyrir Mammon líða?
Löndin, ríkin selur hann, svei!
slotin, borgir. Hvör kvað nei? [hv° qvad.] [?]
20.
Fyri Mammon frelsarann
falsarinn Júdas seldi,
fyrir Mammon hékk svo hann
og háðuglega bresta vann.
21.
Allt hvað hefur missa má
maður fjárins vegna,
lönd með eyri lausum, já,
líf og sál þar eftir á.