Bænarvers úr latínu snúin* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bænarvers úr latínu snúin*

Fyrsta ljóðlína:Eilífs Guðs föðurs æðsta spekin, ó Jesú
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.267-268
Viðm.ártal:≈ 0
Bænarvers
úr latínu snúin*
Vide Joh. Arndts Paradísar urtagarð.

1.
Eilífs Guðs föðurs æðsta spekin, ó Jesú,
alls vísdómsbrunnur einn ert þú.
2.
Hvör af þér lærir, hann einn vitur heita má,
hvörs viska þinni ei víkur frá.
3.
Ó, hvílíkt myrkur, hvílík villa hégómans
uppfyllir hug og hjarta manns.
4.
Ó, hvör vill lýsa, hvör kann vísa hollan stig,
að sannleikurinn opni sig?
5.
Til þín flý eg, þú lifandi manna ljósið hér,
hvörs skepna ljósið alheims er.
6.
Ó, herra, gef þitt himneskt ljós í huga minn,
upplýsi hjartað andinn þinn.
7.
Óverðan þeirrar æru þekki eg auman mig,
mín synd er stór og margvíslig.
8.
En einn þíns dropi hins dýra blóðs sem döggvast á,
sannlega* burtþvær saurgan þá.
9.
Veraldar auðs né valtrar hennar virðingar
leita eg ei eða lofdýrðar.
10.
Minn ávinningur einn ert þú og einka hrós,
Drottinn Jesú, mitt lífsins ljós.
11.
Upplýs mitt hugskot, eld þinn kveik hið innra í mér,
frá einum kemur allt gott þér.
12.
Það eitt eg kann, til endurgjalds þér inna skal,
að lofi þig hjarta líf og tal.
13.
(- - - - þér inna vil fyrir utan tál
að þig vegsami vit og mál)
(að vegsami þig mitt vit og mál). [?]

* ? 1778.
2.8 -lga [með bandstriki yfir „g“].