Hestaskál Vilhelms Pálssonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hestaskál Vilhelms Pálssonar

Fyrsta ljóðlína:Sú nýjung fluttist garð úr garð -
bls.118
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1895

Skýringar

Birtist upphaflega í Lögbergi 10. okt. 1895 og hefur ýmsu smálegur verið hnikað til fyrir prentun á bók. Í Lögbergi er ritað að „Mammon sé“ en í Andvökum að „mannon sé“. Hér er fyrrnefndi rithátturinn valinn.
Sú nýjung fluttist garð frá garð’ –
sem gengi reka-saga,
þá hart um æti orðið varð
á einmánuð’ á Skaga —:
Að Vilhelm Pálsson væri’ á ferð
frá Winnipegskum höllum,
að för sú hingað hlyti gerð
til hella’ í Klettafjöllum.

Og þar kom umtals efni nýtt,
því allir fóru’ að giska
á þetta: hvað hann kvæði títt
og hvað hann væri’ að fiska.
Og ýmsum sýndist örla’ á prest’
með útgjöld, skrifta-stóla,
en öðrum leist það líkjast mest
að leiða oss öll í skóla.

En svo kom Vilhelm, viðmótshýr,
og verk sitt fór að gera.
Hann mildur vildi’ öll mannleg dýr
á milljón „assúrera“.
Og orð hann sagði sæt og mörg
og sannfærði oss snauða –:
að Mammon sé sú blessuð björg,
já, bæði’ í lífi’ og dauða.

Svo buðu honum bændur inn,
og báðu’ ei gisting neita,
og konur settu’ upp ketilinn
og kaffi fóru’ að heita –
en á meðan alla við
um ábvrgð samdi’ hann slíka,
að loks með djörfung deyjum við –
oss dauðinn gerir ríka.

Og íslenskt honum allt var kært,
jafnt Andra-ríma og sálmar;
þó Dickens hefði’ hann langt til lært
samt las hann Bólu-Hjálmar –
og hana að væri hyggja slyng
við höfðum það að marki:
Hann krækti’ ei fyrir kirkjuþing,
né krympar sig við slarki.

Og frá oss á að heilsa hann
af hjarta, öðrum „löndum“,
og segja þeim hann „fólk vort“ fann
með fjör og kraft í höndum.
Og margur, sem hér fylgist fús
með flokki endurleystra,
og garpa’ er drukkið gætu „dús“
með „gúddtemplurum“ eystra.

– En segja frómt og hreint skal hér –
og hætta öllu spaugi –:
Hvað um hann Vilhelm vorðið er
hérr vestra efst á baugi:
við ölum flestir einhvern grun –
fyrst ei hann dvelur lengur –:
að skjaldan til vor skjótast mun
jafn skemmtilegur drengur.

Svo höldum við þá veislu’ í kvöld,
því við erum nú að kveðja’ hann.
Á smárri eigum virðing völd,
en vildum fegin gleðja’ hann.
Svo skilnað okkar, Vilhelm, vér,
nú vígjum þessa bolla.
Tak lukku-ósk á leið með þér
og loftið okkar holla !