Brúðförin í Harðangri | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brúðförin í Harðangri

Fyrsta ljóðlína:Hve angar ei sumar og sólskinsblær
Höfundur:Andreas Munch
bls.776
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hve angar ei sumar og sólskinsblær
um sæflötinn Harðangursstranda!
Við himininn fjöllin svo heið og skær
í hátignar kraftinum standa.
Það glampar á breið og á hágræna hlíð;
sitt helgidagsskart ber nú sveitin fríð,
því heim á blágrænum bárum
fer brúðför á léttum árum.
2.
Í stafninum miðjum er brúðurin blíð,
svo björt eins og sveitin og stundin,
með kórónu' á höfði sem kóngsdóttir fríð
og klædd eins og fornaldar sprundin;
og brúðguminn hlær þar með hatt sinn í mund,
nú hefir hann náð sinni óskastund,
hann lítur á kvenaugans ljóma
sitt líf eins og brúðför tóma.
3.
Það dunar um loftið og fjörð og fell
af fiðlum og söngradda hljómi,
og skeiðinni svarar og skotanna hvell
hver skógshlíð með fagnaðarómi.
Við brúðmeyjar gaspra menn gamanshjal,
þó gleymir ei sá, er skenkja skal,
að hressa við hjörtu sem tungu
til heiðurs við brúðhjónin ungu.
4.
Svo svífa menn áfram með sönglist og spil
um sævarins spegilinn skýra,
það smáfjölga bátar um blásalarhyl
með brúðfarargestina hýra,
það blánar á hlíð og það blankar á tind,
frá björkunum angar og skrúðgrænni lind,
en klukkurnar kveðja í tómi
frá kirkjunnar heilögum dómi.
5.
Eitt augnablik, gripið með láði og lög —
sjá löðrið, sem árarnar mynda, —
nam fegurðar-íþróttin undrunarhög
í indælli skuggsjá að binda.
Og hátt skal hún sett fyrir hvers manns sjón
svo heimurinn sjái vort tignar-frón,
og fái þá fegurð að dreyma
sem firðirnir norsku geyma.