Aldrei held ég venjist við | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Aldrei held ég venjist við

Fyrsta ljóðlína:Aldrei held ég venjist við að verða hrumur
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.254
Bragarháttur:Braghent – baksneitt eða braghenda baksneidd
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Aldrei held ég venjist við að verða hrumur.
Mig langar enn í glaum og glímur,
ganga í Skrúð og yrkja rímur.
2.
Að trúlofast og tefla skák og tæma kollu
getur breytt í æsku elli
eins og ríða Klöpp á svelli.
3.
Mig sárlangar að sigla þá og sjá hann hvessa.
Og verði mér á víf að kyssa
verð ég eins og hlaði byssa.