Börnin frá Hvammkoti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Börnin frá Hvammkoti

Fyrsta ljóðlína:Dauðinn er lækur en lífið er strá
bls.340
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1874

Skýringar

(Drukknuðu í læk á heimleið frá krikju 1874)
1.
Dauðinn er lækur en lífið er strá
skjálfandi starir það straumfallið á.
2.
Hálfhrætt og hálffegið hlustar það til
dynur undir bakkanum draumfagurt spil.
3.
Varið ykkur, blómstrá á bakkanum föst
bráðum snýst lækur í fossandi röst.

4.
Þrjú stóðu börnin við beljandi sund,
næddi vetrar nót náklædda grund.
5.
Hlökkuðu hjörtun, svo heimkomufús,
hinumegin vissu sín foreldrahús.
6.
En lækurinn þrumdi við leysingarfall
fossaði báran og flaumiðjan svall.
7.
Hímdu þar börnin við helþrunginn ós ;
huldu þá sín augu Guðs blásala ljós.
8.„Langt að baki er kirkjan sem við komum frá
en foreldranna faðmur er handan við á.
9.
Í jesú nafni út í, því örskammt er heim“
En engill stóð og bandaði systkinum tveim.
10.
Eitt sá tómt helstríð – og hjálpaðist af ;
hin sáu Guðs dýrð – og bárust í kaf.
11.
Brostin voru barnanna bláljósin skær,
brostu þá frá himnum smástjörnur tvær.
12.
Foreldrar tíndu upp barnanna bein
og báran kvað grátlag við tárugan stein.
13.
Hjörtun kveða grátlag sem heyra þeirra fár.
Herran einn má vor forlaga sár.

14.
Dauðinn er hafsjór en holdið er strá ;