SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3064)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Minni ÍslandsFyrsta ljóðlína:Gamla Ísland, ættland mitt
Höfundur:Stephan G. Stephansson
Heimild:Stephan G. Stephansson: Andvökur I. bindi (Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar). Reykjavík 1953.. bls.141
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1899
Skýringar
Undir titli stendur: „Íslendinga-dags minni.“
Gamla Ísland, ættland mitt,
Ægi girt og fjöllum: rétt að nefna nafnið þitt nóg er kvæði öllum! Hljómar innstu óma þá allra ræktar-tauga, stolt og vonir víxlast á vöknar nærri auga. Árdags-sólu opnast nýtt útsýni er hækkar – Við að fara frjálst og vítt föðurland manns stækkar. Hillir úti upp úr sæ ættjörð glegst við sonum, bernsku minning bliðkast æ, birtir vfir vonum. Legg þú, auðna, ár og frið Íslands ver og grundum – hitt veit enginn eins og við, að oss langar stundum: Hörpu að lokka Oreif af, inn á frónska móa, syngja austur yfir haf akra vora og skóga. Æsku-systkin, ástar-þökk – af þó legðust fundir – fyrir orð og atlot rökk, ótal glaðar stundir! Feðrum, sem að fram-tak oss festu í skapi ungu, mæðrum, sem við kvæði og koss kenndu oss þessa tungu. |