Þriðja ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brennu-Njáls rímur 3

Þriðja ríma

BRENNU-NJÁLS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Komin eru haustsins hret
bls.14. árg. 2016 – bls. 34–35
Bragarháttur:Gagaraljóð – gagaravilla
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2011 (prentað 2016)
Flokkur:Rímur
1.
Komin eru haustsins hret
hart mig leikur dagsins strit.
Ekki farið út ég get,
einn við landabrúsann sit.

2.
Njáll sér átti vænan vin,
vaskan Gunnar, mjög á skjön
Hann kom oft með harða sin
að hitta Njál og fýla grön.
3.
Fólkið víða fyrirleit
frama Njáls og allt hans strit.
Þegar hann á hóla skeit
héldu allir fyrir vit.
4.
Kappinn, Svínafelli frá,
Flosi skúrka að sér dró.
Vinna Njáli vildi á.
Við skulum hvíla okkur þó.