Í álögum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í álögum

Fyrsta ljóðlína:Faðir minn átti fagurt land
bls.140–141
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) oAoAA
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
„Faðir minn átti fagurt land,“
fyrir það er ég hrelldur.
Nú er það grafið í svalan sæ,
seiðurinn veldur,
seiðurinn þessu veldur.
2.
Köld eru norna reiðiráð
rammt hefur stjúpa galið.
Flögra ég um eins og hræfús hrafn,
hefir mig kalið,
hefir á fótum kalið.
3.
Þó eru óbreytt augun mín,
en álagagervið blekkir.
Það eitt getur bætt um ósköpin
ef einhver þekkir,
ef einhver svipinn þekkir.
4.
En enginn kannast við augun mín,
í álögum má ég þreyja
og seinast á hjarni hælislaus
í haminum deyja,
í haminum mínum deyja.