Til Lárusar Halldórssonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til Lárusar Halldórssonar

Fyrsta ljóðlína:Áður, meðan æskan var
bls.31–32
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Áður, meðan æskan var
eins og morgunroði
og allt, sem fyrir augu bar,
árdagssunna þvoði,
2.
sem góðvinir við gengum þá
um grundir harla fríðar
og lékum oss við læki smá
og lyng og ber um hlíðar. –
3.
Þú manst við tókumst hönd í hönd
og héldum fast og lengi,
sögðum okkar eiðstafs-bönd
enginn rjúfa fengi.
4.
Loks við dapra dauðaströnd
í duldum þagnarlundum
tökum vinfast hönd í hönd
og höldum meðan blundum.