Þvert um hug | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þvert um hug

Fyrsta ljóðlína:Þvert um hug sér margir mæla
Viðm.ártal:≈ 2025
Þvert um hug sinn margir mæla,
mjög þeir fram í heiminn smæla,
hjá þeim gengur drullu dæla,
daglega og flesta spæla.
Býsna marga frá sér fæla,
en frekar lítið í því pæla.
Sér þeir ætíð sjálfir hæla,
síngirnina efla og stæla,
aðra líka til sín tæla,
til að meiga við þá gæla,
ansi víða í þá næla,
einkum þá er kurra og væla.
Úr þeim vellur andleg bræla,
út helst vilja gleði svæla.
Samviskuna beigla og bæla,
bara til að meiða og kæla.
Alltaf eru að þrugla og þvæla,
þrauka fáa daga sæla.
Áfram munu í skorpum skæla.
Skal nú enda ljóð um þræla.