Sálir á sölutorginu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sálir á sölutorginu

Fyrsta ljóðlína: Ekki að mér sé útföl sálin
bls.227–228
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) ferkvætt AbbbA
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1916

Skýringar

Aðeins fyrsti hluti kvæðisins er háttgreindur. Kvæðið er annars við það eitt bundið að hver braglína er með fjórum tvíliðum og án forliðar en drefiing stýfingar og ríms er meira og minna frjáls.
Ekki, að mér sé útföl sálin –
af er það, sem forðum var:
fyrir gull og gersemar,
satan keypti sálirnar.
Leið þó yrðu eftirmálin.

Þær eru orðnar einkisvirði,
af því að hann hefir nú
markaðinum læst og lokað,
lyklinum á eldinn fleygt.
„Mammóni“ alt sitt úthald leigt,
Þjóðlönd öll og þeirra trú.

Iðjulaus, í óselt bú
upp er seztur. Leigan stærri
veltufénu, og hluta-hærri.

Rengirðu mig, svo reynir þú:
sálina þína í söng og kvæði,
sagna-snilld og dráttlist bæði,
ljá fyrir þóknun þessum múg.
Að þér hratt liann heimta gerði:
hvað þær jarðir stigu í verði?
Byrjaðir þú að ympra á ansi,
enga sæi hann þar brú.

Sál er orðin vöru-vansi,
Verst er gróða-flögun sú!