Íslenskt ástaljóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Íslenskt ástaljóð

Fyrsta ljóðlína:Litla, fagra, ljúfa vina
bls.54–55
Bragarháttur:Langhent eða langhenda
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Pétur Guðvarðarson í Hólakoti á Reykjaströnd kynntist Vilhjálmi ungur í Reykjavík og sagði hann Pétri að ljóðið hefði hann ort til dóttur sinnar þegar hún fermdist.
Pétur sagði skrásetjara, Kristjáni Eiríkssyni.
1.
Litla, fagra, ljúfa vina,
lífstrú mín er bundin þér.
Sjáðu, hvernig sólin brosir
sigurglöð við þér og mér.
2.
Allt, sem ég um ævi mína
unnið hefi í ljóði og tón,
verður hismi, ef hjartað, vina,
hefur gleymt að elska frón.
3.
Í augum þínum unaðs bláu,
augunum, sem ljóma best,
sé ég landið, litla vina,
landið, sem ég elska mest.
4.
Litla, fagra, ljúfa vina,
lífið fer að kalla á þig
mundu þá, að þú ert landið,
og þá hefurðu elskað mig.