Minni Danmerkur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Minni Danmerkur

Fyrsta ljóðlína:Brosandi land
bls.20
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) aBBa
Viðm.ártal:≈ 1875
Brosandi land
fléttað af sólhýrum sundum,
saumað með blómstrandi lundum,
draumhýra land.

Skjöldunga land,
voldugt á Valdimars dögum,
víðfrægt i íslenskum sögum,
Absalons land!

Kristians land
signandi siklinga góða,
sigurstöð norrænna þjóða,
konungs vors land!

Samþegna land!
Þokur, sem berast á bárum,
breytast og hverfa með árum;
land þekkir land.

Bróðurlegt orð
Snorra-land Saxa-grund sendir;
samskipta vorra sé endir
bróðurlegt orð.